Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir nýjan kjarasamning vegna félaga Hlífar sem starfa í leikskólum bæjarins.
Vinnustöðvun í leikskólum, sem hefjast á fimmtudaginn, hefur því verið aflýst.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hlífar.
Þar segir að félagið telji samninginn vel ásættanlegan og að allflestum samningsmarkmiðum hafi verið náð. Mikilvægasta ákvæðið snúi að tryggingu undirbúningstíma leikskóla- og frístundaliða og stuðningsfulltrúa í leikskólum.
Samningurinn verður kynntur næstu daga og atkvæðagreiðsla um hann hefst um miðja vikuna.