Ríkisstjórnin leggur nýtt gjald á nikótínvörur

Nikótínpúðar.
Nikótínpúðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt gjald mun leggj­ast á nikó­tín­vör­ur um ára­mót­in. Þetta var staðfest á síðasta þing­fundi kjör­tíma­bils­ins í dag þar sem ýms­ar breyt­ing­ar á lög­um um skatta, gjöld o.fl. voru samþykkt­ar.

Er þetta m.a. gert til að sporna við auk­inni notk­un meðal barna og ung­menna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

Inn­flytj­end­ur og fram­leiðend­ur greiða

Leggst gjaldið á nikó­tín­vör­ur, vökva í einnota rafrett­um og vökva til áfyll­ing­ar fyr­ir rafrett­ur sem flutt­ar eru hingað til lands eða eru fram­leidd­ar hér á landi.

Þeir sem greiða gjaldið eru þeir sem flytja inn eða fram­leiða vör­urn­ar.

Fjár­hæð gjalds á vör­ur verður eft­ir­far­andi:

  1. Nikó­tín­vör­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er á bil­inu 1 til og með 8 mg/​g: 8 kr. á hvert gramm vöru.
  2. Nikó­tín­vör­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er á bil­inu 8,1 til og með 12. mg/​g: 12 kr. á hvert gramm vöru.
  3. Nikó­tín­vör­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er á bil­inu 12,1 til og með 16 mg/​g: 15 kr. á hvert gramm vöru.
  4. Nikó­tín­vör­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er á bil­inu 16,1 til og með 20 mg/​g: 20 kr. á hvert gramm vöru.
  5. Vökv­ar í einnota rafrett­ur og vökv­ar til áfyll­ing­ar fyr­ir rafrett­ur sem inni­halda ekki nikó­tín: 40 kr. á hvern milli­lítra vöru.
  6. Vökv­ar í einnota rafrett­ur og vökv­ar til áfyll­ing­ar fyr­ir rafrett­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er 12 mg/​ml eða lægra: 40 kr. á hvern milli­lítra.
  7. Vökv­ar í einnota rafrett­ur og vökv­ar til áfyll­ing­ar fyr­ir rafrett­ur þar sem styrk­ur nikó­tíns er 12,1 mg/​ml eða hærra: 60 kr. á hvern milli­lítra vöru.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert