Samkeppniseftirlitið: Undanþágur hafa ekki lagagildi

Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Sam­keppnis­eft­ir­litið mun á næstu dög­um gera grein fyr­ir aðgerðum þess vegna dóms Héraðsdóms Reykja­vík­ur, sem féll í dag, þar sem kom­ist er að þeirri niður­stöðu að ný­leg­ar und­anþágur frá sam­keppn­is­lög­um, sem heim­ila kjötaf­urðastöðvum sam­ráð og samruna sín á milli, stríði gegn stjórn­ar­skránni og hafi því ekki laga­gildi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. 

Það bend­ir á að í dómn­um komi fram að und­anþágur bú­vöru­laga komi því ekki í veg fyr­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið taki til meðferðar kvört­un þar sem þess er kraf­ist að eft­ir­litið stöðvi sam­ráð og sam­ein­ing­ar á vett­vangi kjötaf­urðastöðva.

Lög­in samþykkt í apríl

Í til­kynn­ing­unni er aðdrag­andi máls­ins rifjaður upp.

„Í apríl síðastliðnum voru samþykkt­ar sem lög frá Alþingi (nr. 30/​2024) breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um nr. 99/​1993, þar sem kjötaf­urðastöðvum var heim­ilað að eiga með sér sam­ráð og sam­ein­ast þrátt fyr­ir ákvæði sam­keppn­islaga. Á grund­velli þess­ara und­anþágu­heim­ilda hef­ur KS m.a. yf­ir­tekið Kjarna­fæði Norðlenska og í fjöl­miðlum hef­ur ný­lega verið greint frá mögu­leg­um kaup­um fé­lags­ins á B. Jen­sen, sem rek­ur slát­ur­hús og kjötvinnslu.

Þann 8. júlí sl., beindi Innn­es ehf. þeirri kröfu til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að eft­ir­litið gripi til íhlut­un­ar gagn­vart kjötaf­urðastöðvum sem hefðu í hyggju að sam­ein­ast eða hafa með sér sam­ráð á grund­velli und­anþágu­heim­ild­anna. Byggði Innn­es á því að Sam­keppnis­eft­ir­litið væri óbundið af ný­sett­um und­anþágu­heim­ild­um þar sem þær gangi gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar. Meðal ann­ars var á því byggt að lög nr. 30/​2024 hefðu ekki fengið full­nægj­andi meðferð fyr­ir þing­inu, en skv. 44. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar skulu laga­frum­vörp fá þrjár umræður á Alþingi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Hafnaði kröfu Innn­ess

Þá seg­ir, að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi talið óhjá­kvæmi­legt að hafna kröfu Innn­ess, á þeim for­send­um að það væri ekki á valds­sviði þess að leggja mat á stjórn­skipu­legt gildi laga. Því teldi eft­ir­litið sig bundið af um­rædd­um und­anþágu­heim­ild­um bú­vöru­laga. Hafnaði eft­ir­litið því að taka er­indi Innn­ess til meðferðar, sbr. bréf Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, frá 26. júlí.

Innn­ess stefndi Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu fyr­ir héraðsdóm, þar sem þess var kraf­ist að ákvörðun eft­ir­lits­ins yrði felld úr gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka