Segir aðhaldið gott og væntir vaxtalækkana

Njáll Trausti segir að afgreiðsla fjárlaga hafi verið óvenjuleg í …
Njáll Trausti segir að afgreiðsla fjárlaga hafi verið óvenjuleg í ljósi þess að enginn starfandi meirihluti er á þinginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eft­ir samþykkt fjár­laga er hægt að hefja fram­kvæmd­ir á Ölfusár­brú, fyr­ir­hugað kíló­metra­gjald er sett á ís, sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðið er fram­lengt en ekki af­numið eins og upp­haf­lega stóð til, kol­efn­is­gjald er hækkað og innviðagjald er sett á skemmti­ferðaskip.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í fjár­lög­um sem voru samþykkt fyrr í dag.

Njáll Trausti Friðberts­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að vinn­an við fjár­laga­frum­varpið hafi verið óvenju­leg þar sem eng­inn starf­andi meiri­hluti er á þing­inu. Samt tókst að tryggja aðhald í rík­is­rekstri að hans sögn.

Seg­ir aðhaldið gott

„Al­mennt er ég mjög sátt­ur við hvernig staðið er að mál­um og eins og við erum að af­greiða málið þá er enn þá mjög gott aðhald í gegn­um fjár­lög­in varðandi rík­is­fjár­mál­in. Þannig það eru mikl­ar vænt­ing­ar um það að þetta gagn­ist vel inn í bar­átt­una við verðbólg­una og að meg­in­vext­ir Seðlabank­ans lækki á miðviku­dag­inn,“ seg­ir Njáll.

Hann er ánægður með það að kíló­metra­gjaldið bíði fram á næsta þing og að sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðið hafi verið fram­lengt.

Upp­haf­lega átti að taka upp kíló­metra­gjald, hækka kol­efn­is­gjald um sem nem­ur 7,6 millj­arða og fella niður eldsneyt­is­gjöld.

Þar sem það var ekki samþykkt, þar af leiðandi ekki fyr­ir­huguð hækk­un á kol­efn­is­gjaldi, var rúm­lega sjö millj­arða gat í fjár­lög­um á næsta ári sem þurfti að fylla.

Kol­efn­is­gjald hækkað um fjóra millj­arða

Njáll seg­ir að því hafi kol­efn­is­gjald verið hækkað um fjóra millj­arða, sem Njáll tek­ur fram að sé tals­vert minna en fyrst stóð til með frum­varp­inu um kíló­metra­gjald, og þá var dregið af upp­söfnuðum og ónýtt­um fjár­heim­ild­um til upp­bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala.

„Mik­il­vægt er að halda því til haga að staðið verður við all­ar skuld­bind­ing­ar og all­ar fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala á næsta ári,“ seg­ir Njáll.

Fram­kvæmd­ir geta haf­ist á Ölfusár­brú

Fram­kvæmd­ir á Ölfusár­brú geta haf­ist eft­ir að Alþingi samþykkti laga­breyt­ingu sem trygg­ir grund­völl fyr­ir fjár­mögn­un brú­ar­inn­ar og veg­teng­ing­ar.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar verði fjár­magnaðar að fullu með veg­gjöld­um og því er heim­ild­in hugsuð sem varúðarráðstöf­un.

Í nefndaráliti sínu um fjár­lög 2025 seg­ir meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is brýnt að veg­gjöld standi und­ir kostnaði að lang­mestu leyti og ít­rek­ar að fram­kvæmd­in hafi eng­in áhrif á út­gjöld sam­kvæmt fjár­lög­um fyrr en að fram­kvæmda­tíma lokn­um.

Rík­inu er heim­ilt að skuld­binda rík­is­sjóð til að standa und­ir kostnaði í heild eða að lág­marki 50%.

Innviðagjald á skemmti­ferðaskip

Einnig var samþykkt að leggja innviðagjald á skemmti­ferðaskip í milli­landa­sigl­ing­um þar sem greitt verður fyr­ir hvern farþega um borð í skemmti­ferðaskipi á meðan skipið dvel­ur í höfn hér á landi eða ann­ars staðar á tollsvæði rík­is­ins.

Innviðagjaldið verður 2.500 kr. fyr­ir hvern farþega fyr­ir hvern byrjaðan sól­ar­hring.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert