Vegamálin alls staðar rædd

María Rut Krist­ins­dótt­ir, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, hef­ur verið aðstoðarmaður Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur en leiðir nú lista Viðreisn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi og stefn­ir inn á þing.

„Mér sýn­ist vera að teikn­ast upp ákveðin mynd hérna og það skipt­ir ekki máli hvert ég fer, ég sest niður með kaffi­bolla og spyr fólk: „Hvað ligg­ur þér á hjarta og hvað er að frétta?“ Og það líða ekki marg­ar mín­út­ur þar til fólk fer að tala um sam­göngu­mál við mig,“ seg­ir hún spurð hvað skipti kjós­end­ur í kjör­dæm­inu mestu máli en seg­ir efna­hags­mál­in einnig vega þungt hjá kjós­end­um út um allt land.

Á Akra­nesi tala kjós­end­ur um Sunda­braut í Reykja­vík, seg­ir María, en í Borg­ar­nesi og á Snæ­fellsnesi tala kjós­end­ur um ástandið á Fróðár­heiði og á Skóg­ar­strand­ar­veg­in­um. Hún nefn­ir fleiri sam­göngu­innviði í kjör­dæm­inu sem þurfi að bæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka