Vill að skattar verði hækkaðir

Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir hagsmuni kjósenda mismunandi í kjördæminu enda sé það víðfeðmt. Helstu mál séu þó meðal annars húsnæðismál, samgöngumál, atvinnumál og velferðarmál.

„Við leggjum mikla áherslu á að öll velferðarþjónusta, heilbrigðiskerfið og öll grunnkerfin séu gjaldfrjáls og aðgengileg öllum og við viljum færa þjónustuna nær fólkinu,“ segir hann spurður hvað Sósíalistar bjóði kjósendum upp á.

Guðmundur segist vilja að þeir sem stunda sjókvíaeldi geri það í sátt við nærsamfélagið og náttúruna og þá vill hann hækka skatta á greinina.

„Verkefnið er að skapa atvinnugreininni þannig ramma, þannig skattaumhverfi og þannig gjaldheimtuumhverfi að það verði eftir raunveruleg stór hlutdeild af þessum arði sem skapast inni í samfélögunum,“ segir Guðmundur Hrafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka