Vill markvissari uppbyggingu

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. AFP

María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins kallar eftir markvissari uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir atvinnubíla á landinu.

Hún bendir á að innviðauppbygging fyrir rafknúna einkabíla hafi verið handahófskennd en þegar kemur að innviðum fyrir atvinnubíla verði uppbyggingin að vera markvissari.

„Þegar kemur að stærri ökutækjum getum við ekki treyst á svona „náttúrulega“ uppbyggingu. Það þarf að leggja góðan grunn og vanda til verka, kortleggja hvar best er að staðsetja hleðslustöðvar.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert