Vill mikið aðhald í ríkisrekstri

Ingi­björg Davíðsdótt­ir, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, seg­ir stöðu innviðanna brenna mest á kjós­end­um í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Innviðaskuld­in á Vest­fjörðum er mik­il­væg og hún seg­ir Miðflokk­inn styðja hug­mynd­ir Innviðafé­lags Vest­fjarða um sam­göngu­bæt­ur.

Hún seg­ir að það þurfi að ná niður vöxt­um og verðbólgu en til þess þurfi að for­gangsraða í rík­is­rekstri.

„Við þurf­um að hætta gera það sem þarf ekki að gera. Við þurf­um að sýna mikið aðhald, við get­um til dæm­is sett fjár­muni sem eiga að fara, eða kannski eru ekki til, sem eiga að fara í borg­ar­línu – það er hægt að setja þá fjár­muni í annað,“ seg­ir hún og nefn­ir þar að auki að það þurfi að ná stjórn á landa­mær­un­um til að draga úr kostnaði vegna hæl­is­leit­enda.

Ingi­björg seg­ir mik­il­vægt að varðveita sjókvía­eldi á Vest­fjörðum en samt sem áður þurfi að herða eft­ir­lit. Hún vill að sjókvía­eldi fari á land þar sem það er hægt en tel­ur slíkt ekki mögu­legt á Vest­fjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka