Björguðu stúlku sem var föst undir þili

Slökkviliðsmenn komu til bjargar.
Slökkviliðsmenn komu til bjargar. Samsett mynd/Flickr/Kecko/mbl.is/Eyþór

Unglingsstúlka festist undir þili á milli klósettbása á almenningssalerni í Reykjavík. Kalla þurfti út slökkviliðið til að losa hana.

Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Atvikið varð um klukkan 21 í kvöld en hún var föst í 20-30 mínútur.

Stelpan óslösuð

Stelpan hafði verið að leika sér með vinkonum sínum en svo þegar hún skreið undir einn klósettbás festist hún.

„Komst hvorki fram né aftur,“ segir Stefán.

Þilið var skrúfað af og hún þar með losuð, óslösuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert