Formanni var ráðlagt að leggja fram nýtt frumvarp

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar.
Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögfræðingar á nefnda- og greiningarsviði Alþingis töldu að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum væru það miklar að betra væri að leggja fram sérstakt frumvarp.

RÚV segir að þetta komi fram í minnisblaði nefnda- og greiningasviðs Alþingis um aðdraganda afgreiðslu meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum þar sem lagðar voru fram umdeildar breytingar sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum.

Lagasetning Alþings þegar ný búvörulög voru samþykkt í mars á þessu ári, þar sem kjötafurðarstöðvum var meðal annars veitt undanþága frá samkeppnislögum, var í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. 

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem eftirlitið synjaði kröfu innflutningsfyrirtækisins Inness um íhlutun vegna breytinganna.

Frumvarpið með breytingartillögum atvinnuveganefndar var samþykkt á Alþingi í lok mars þrátt fyrir harða gagnrýni frá meðal annars Alþýðusambandi Íslands, Samtökum verslunar- og þjónustu og Neytendasamtökunum.

Í minnisblaðinu kemur fram að lögfræðingar á nefnda- og greiningarsviði Alþingis hafi fundað með formanni atvinnuveganefndar áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að fyrirhugaðar breytingar væru það miklar að best færi á því að leggja fram sérstakt frumvarp um sama efni. 

Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar væri í andstöðu við stjórnarskrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert