Kennarar hafa hafnað tveimur tilboðum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kenn­ar­ar hafa fengið tvö til­boð frá samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, en þeim var báðum hafnað. Formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands hef­ur þó full­yrt annað í fjöl­miðlum. Þetta seg­ir Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Við erum með til­boð sem við höf­um lagt fyr­ir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjöl­miðlum, þá hafa þeir fengið til­boð frá okk­ur sem þeir hafa hafnað, tvö. En við för­um von­andi að kom­ast á betri stað núna. Ég hef alla trú á því,“ seg­ir Inga og vís­ar þar til um­mæla Magnús­ar Þórs Jóns­son­ar, for­manns Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Skipti miklu máli að geyma viðmiðun­ar­hópa

Boðað hef­ur verið til samn­inga­fund­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 13 í dag, en sautján dag­ar eru frá síðasta form­lega fundi samn­inga­nefnd­anna.

„Það var unnið að þessu í síðustu viku og í gær líka á formanna­fund­um og í alls kon­ar sam­töl­um og á minni fund­um. Von­andi ber þetta ein­hvern ár­ang­ur í dag að hreyfa okk­ur eitt­hvað áfram.“

Inga seg­ir það skipta miklu máli ef kenn­ar­ar eru til­bún­ir að setja til hliðar kröfu um að finna viðmiðun­ar­hópa á al­menn­um markaði til að jafna laun þeirra við. 

Rík­is­sátta­semj­ari sagði í sam­tali við mbl.is að kenn­ar­ar hefðu fall­ist á að prófa nýja aðferðafræði og að setja til hliðar í bili kröf­una um viðmiðun­ar­hópa. Var það for­senda fyr­ir því að hægt var að boða til samn­inga­fund­ar. Að mati rík­is­sátta­semj­ara er full­reynt að finna slíka viðmiðun­ar­hópa.

„Það kem­ur í ljós í dag hvernig það fer í þá“

Inga seg­ir það hins veg­ar verða að koma í ljós á fund­in­um á eft­ir hvort kraf­an verði raun­veru­lega sett til hliðar, en hug­mynd­in sé að geyma það.

„Það kem­ur í ljós í dag hvernig það fer í þá.“

Aðspurð seg­ir hún viðræðurn­ar á frum­stigi. 

„Það er verið að reyna að kom­ast á betri stað til að geta farið að semja al­menni­lega.“

Verk­fallsaðgerðir kenn­ara standa nú yfir í tíu skól­um. Í níu skól­um hafa aðgerðir staðið yfir frá því 29. októ­ber, en í gær bætt­ist tí­undi skól­inn við. Alls hafa verið boðuð verk­föll kenn­ara í þrett­án skól­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert