Mál Black Cube ekki á borði ríkissaksóknara

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti ríkissaksóknara hefur ekki til meðferðar málið sem kom upp á dögunum þegar Jón Gunnarsson þingmaður sagði ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube hafa verið ráðið til að afla gagna um hann í tengslum við hvalveiðar og það tekið upp samræður við son Jóns, sem Heimildin gerði sér svo mat úr.

„Þetta málefni er ekki til meðferðar við embætti ríkissaksóknara,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari við fyrirspurn mbl.is.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sagði leyniupptökurnar vera aðför að lýðræðinu og að héraðs- eða ríkissaksóknari ættu að hafa frumkvæði að því að rannsaka málið.

Ríkislögreglustjóri sagðist í síðustu viku ætla að kanna málsatvik en að rannsókn stæði ekki yfir á því sem gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka