Mál Steinu aftur í héraðsdómi

Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal í morgun.
Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Steinu Árnadóttur hjúkrunarfræðings hefst að nýju í dag, tæplega einu og hálfu ári eftir að Steina var sýknuð af ákæru þess efn­is að hafa orðið sjúk­lingi á geðdeild Land­spít­al­ans að bana, þann 16. júní 2021.

Landsréttur ómerkti sýknudóminn í apríl og vísaði málinu til meðferðar og dóms­álagn­ing­ar í héraðsdómi að nýju. Var það gert í ljósi þess að ekki var höfð uppi vara­krafa í ákæru um heim­færslu til refsi­á­kvæða. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í dómsal í morgun.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í dómsal í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásetn­ing­ur ekki talin fyr­ir hendi

Í skýrslutöku fyrir dómi í maí á síðasta ári sagðist Steina hafa verið eini hjúkr­un­ar­fræðing­urinn á vakt, með þrem­ur nýj­um og óreynd­um starfs­mönn­um. 

Hún hafi verið kölluð inn í her­bergi sjúk­lings­ins af sam­starfs­konu, þar sem hún kom að sjúk­lingn­um í liggj­andi stöðu og mat­ur stóð í henni.

Steina kvaðst þá hafa sett hana í sitj­andi stöðu og bankað í bak henn­ar þar til græn­met­is­biti hrökk upp úr sjúk­lingn­um. Hún bar þá glas með nær­ing­ar­drykk að vör­um henn­ar og bað hana um að drekka sem hún gerði.

Að sögn Steinu var henni þá létt um stund þar til vökvinn tók að leka úr munni sjúk­lings­ins, en þá hafi orðið skýrt að eitt­hvað bjátaði á. Lækn­ir var kallaður til og end­ur­lífg­un haf­in, en sjúk­ling­ur­inn var úr­sk­urðaður lát­inn eft­ir ein­hverja stund. 

Í dómi héraðsdóms sagði að háttsemi Steinu við björgunartilraunina hafi leitt til bana konunnar. Ætlun henn­ar hafi ekki verið að svipta sjúk­ling­inn lífi held­ur að bregðast taf­ar­laust við ástandi sem hún taldi sig hafa stjórn á.

Málið gegn Steinu olli hjúkr­un­ar­fræðing­um og öðru heil­brigðis­starfs­fólki miklu hug­ar­angri.

Stórfelld líkamsárás eða manndráp af gáleysi

Í úrskurði Landsréttar sagði að ef héraðsdómur teldi vafa leika á því að Steina hefði haft ásetning til að svipta brotaþola lífi, svo að fullnægt væri huglægum refsiskilyrðum 211. gr. almennra hegningarlaga, hefði dóminum borið að gefa sakflytjendum færi á að flytja málið út frá því hvort heimfæra mætti ætlað brot hennar undir 2. mgr. 218. gr. laganna, þ.e.a.s. stórfellda líkamsárás svo bani hlytist af, ellegar 215. gr., þ.e.a.s. manndráp af gáleysi. 

Málið gegn Steinu olli hjúkr­un­ar­fræðing­um og öðru heil­brigðis­starfs­fólki miklu hug­ar­angri.
Málið gegn Steinu olli hjúkr­un­ar­fræðing­um og öðru heil­brigðis­starfs­fólki miklu hug­ar­angri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefði ekki verið gert og yrði ekki leyst úr því fyrir Landsrétti hvort málið yrði dæmt eftir öðrum refsiákvæðum en í ákæru greindi, enda myndi slík úrlausn ekki fela í sér endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms.

Málið er því aftur tekið fyrir í héraðsdómi. 

Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal í maí 2023.
Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal í maí 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka