Nauðsynlegt að áfrýja dómnum

SAFL segir nauðsynlegt að áfrýja til að skera úr um …
SAFL segir nauðsynlegt að áfrýja til að skera úr um þá réttaróvissu sem nú er uppi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði (SAFL) segja dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur, um að af­greiðsla bú­vöru­laga hafi verið í and­stöðu við stjórn­ar­skrá, vera von­brigði og fara fram á það við Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) að mál­inu verði áfrýjað.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef SAFL.

SAFL hef­ur þegar sent bréf til stjórn­ar SKE þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar svo fljótt sem unnt er og þá er bent á það að málið hafi fengið flýtimeðferð fyr­ir héraðsdómi.

For­dæma­laus staða

„Um er að ræða for­dæma­lausa stöðu þar sem fram­haldið velt­ur á viðbrögðum Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

SAFL seg­ir að það verði að telja að breyt­ing­ar at­vinnu­vega­nefnd­ar hafi rúm­ast inn­an þess ramma sem var lagður við fram­lagn­ingu frum­varps­ins á Alþingi. Þá er vísað í orð Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þáver­andi mat­vælaráðherra:

„Ég held að þetta sé gott dæmi um mál sem þingið á að taka til kost­anna og sýna hvað í því býr og sýna hvað frum­varpið hef­ur að geyma þegar það er dregið úr því það mesta og mik­il­væg­asta sem kem­ur til með að styðja við mark­miðin sem við erum sam­mála um hér.“

Minn­is­blað þvert á dóm héraðsdóms

Í til­kynn­ing­unni er bent á að það dóm­ur héraðsdóms sé þvert á það sem komi fram í minn­is­blaði skrif­stofu Alþing­is en þar seg­ir:

„Telja verður að þær breyt­ing­ar­til­lög­ur sem at­vinnu­vega­nefnd hef­ur haft til um­fjöll­un­ar upp­fylli skil­yrði stjórn­skip­un­ar um efn­is­leg tengsl og auðkenn­ingu við það frum­varp sem nefnd­in hef­ur haft til at­hug­un­ar. Samþykkt þeirra virðist ekki ganga gegn áskilnaði 44. gr. stjskr. um þrjár umræður laga­frum­varps.“

Í bréfi sem SAFL sendi á SKE er þó tekið fram að í öðru minn­is­blaði sem var gefið út þann 11. apríl 2024 af nefnd­ar­rit­ara at­vinnu­vega­nefnd­ar sagði meðal ann­ars:

„Varð úr að haldn­ir voru fund­ir með for­manni þar sem hon­um var tjáð að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar gengu langt og að best færi á því að lagt yrði fram sér­stakt frum­varp um sama efni og ákvörðun um af­greiðslu nefndarálits­ins væri að lok­um póli­tísks efn­is.“

Óljóst hvort að SKE áfrýi

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að SKE muni áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar en hagaðilum hef­ur verið bent á að gefa um­sögn til SKE.

„Að mati SAFL er nauðsyn­legt að það verði gert [áfrýjað] enda ljóst að afar mik­il­vægt er að skera úr um þá réttaró­vissu sem nú er uppi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka