Samningafundur eftir 17 daga hlé

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust í Karphúsinu í …
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust í Karphúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga komu saman til formlegs samningafundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag, en sautján dagar eru frá síðasta fundi.

Rík­is­sátta­semj­ari sagði í sam­tali við mbl.is í gær að báðir deiluaðilar hefðu samþykkt að prófa nýja aðferðafræði og að kennarar væru tilbúnir að setja til hliðar í bili kröf­una um viðmiðun­ar­hópa. Var það for­senda fyr­ir því að hægt var að boða til þessa samn­inga­fund­ar í dag. 

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafa hafnað tveimur tilboðum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við mbl.is að unnið hefði verið að því í síðustu viku að koma á samningafundi

„Það var unnið að þessu í síðustu viku og í gær líka á formanna­fund­um og í alls kon­ar sam­töl­um og á minni fund­um. Von­andi ber þetta ein­hvern ár­ang­ur í dag að hreyfa okk­ur eitt­hvað áfram.“

Inga sagði það skipta miklu máli ef kenn­ar­ar væru til­bún­ir að setja til hliðar kröfu um að finna viðmiðun­ar­hópa á al­menn­um markaði til að jafna laun þeirra við. Það kæmi hins vegar í ljós á fundinum hvor það yrði raunin.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert samninganefnd Kennarasambandsins tvö tilboð en þeim var báðum hafnað.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka