Aukið álag á bráðamóttöku og boð send út

Fólk sem er ekki í bráðri hættu gæti þurft að …
Fólk sem er ekki í bráðri hættu gæti þurft að bíða lengur en ella eftir þjónustu. mbl.is/Jón Pétur

Mikið álag er á deildum Landspítalans og bitnar það helst á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Spítalinn biðlar til fólks sem er ekki í bráðri hættu að leita fyrst í síma 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal alltaf hringja í neyðarlínuna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Landspítalans. 

„Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú getur fólk sem er ekki í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu spítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert