Ekki sátt með tilkynningu á vef KÍ

Leikskólakennarar í fjórum leikskólum hafa lagt niður störf ótímabundið.
Leikskólakennarar í fjórum leikskólum hafa lagt niður störf ótímabundið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðný Hrafn­kels­dótt­ir, móðir leik­skóla­barns á Drafnar­steini, seg­ir óheiðarlegt af Kenn­ara­sam­bandi Íslands að hafa birt til­kynn­ingu þar sem fram kem­ur að for­eldr­ar barna í leik­skól­um, þar sem kenn­ar­ar hafa lagt niður störf, lýsi ótví­ræðum stuðningi við kjara­bar­áttu kennarra og rétt þeirra til að fara í verk­fall.

Hún seg­ir aðeins hluta for­eldra barna á þess­um leik­skól­um styðja þær verk­fallsaðgerðir sem nú séu í gangi og að ekki sé rétt að orða til­kynn­ing­una með þeim hætti að lesa megi úr henni að all­ir for­eldr­ar lýsi þess­um stuðningi. Hef­ur hún óskað eft­ir að orðalag­inu verði breytt.

Guðný kveðst styðja kjara­bar­áttu kenn­ara og þeirra verk­falls­rétt en aft­ur á móti styðji hún ekki hvernig staðið sé að verk­fall­inu á leik­skóla­stigi sem bitni aðeins á hópi leik­skóla­barna. Seg­ir hún fleiri for­eldra barna á leik­skól­un­um sem um ræðir vera sama sinn­is.

For­eldri leik­skóla­barns á Leik­skóla Seltjarn­ar­ness sem mbl.is ræddi við tek­ur und­ir og kveðst vita til þess að marg­ir for­eldr­ar séu ósátt­ir með hve óná­kvæmt orðalagið sé í til­kynn­ingu KÍ.

Það sé ekki nógu skýrt hverj­ir það séu sem lýsi stuðningi við verk­fallsaðgerðirn­ar.

For­eldr­ar lýsa ótví­ræðum stuðningi

Leik­skól­arn­ir sem um ræðir eru Leik­skóli Seltjarn­ar­ness, Drafnar­steinn, Holt og Ársal­ir. Um 600 börn eru á leik­skól­un­um fjór­um. Ríf­lega 140 hafa skrifað und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ing­una á Ísland.is.

For­eldri barns á ein­um leik­skól­anna sendi KÍ stuðnings­yf­ir­lýs­ing­una. Sam­bandið greindi frá yf­ir­lýs­ing­unni á vef sín­um í gær.

Seg­ir orðrétt á vef KÍ: 

„For­eldr­ar barna í Leik­skóla Seltjarn­ar­ness, Drafnar­steini, Holti og Ársöl­um lýsa ótví­ræðum stuðningi við kjara­bar­áttu kenn­ara og rétt þeirra til að fara í verk­fall. For­eld­arn­ir hafa sent stuðnings­yf­ir­lýs­ingu til samn­ingsaðila Kenn­ara­sam­bands­ins í yf­ir­stand­andi kjara­deilu.“

Klaufa­lega að þessu staðið

Guðný seg­ir ásetn­ing for­eldr­anna sem sendu stuðnings­yf­ir­lýs­ing­una ekki hafa verið ill­an, held­ur hafi verið klaufa­legt hvernig að þessu var staðið.

Aft­ur á móti hafi verið óheiðarlegt af kenn­ara­sam­band­inu að slá yf­ir­lýs­ing­unni upp með slík­um hætti á vefsíðu sinni. KÍ viti bet­ur.

Þá bend­ir hún á að ríf­lega 700 for­eldr­ar hafi ritað und­ir áskor­un á hend­ur KÍ um að láta af „mis­mun­un barna og broti á rétt­ind­um þeirra“ með verk­fallsaðgerðunum sem nú eru viðhafðar þar sem aðeins er tíma­bundið verk­fall í fjór­um leik­skól­um af tæp­lega 270 á land­inu öllu. 

„Við sýn­um kjara­bar­áttu kenn­ara mik­inn skiln­ing og ef­umst ekki um rétt þeirra til að fara í verk­fall. Við erum á hinn bóg­inn veru­lega ósátt við fyr­ir­komu­lag Kenn­ara­sam­bands Íslands á verk­falli sem hófst þann 29. októ­ber sl. og telj­um það ólög­mætt,“ seg­ir í þeirri áskor­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert