Erlend netárás gerð á Bland.is

Reynt var að blekkja notendur síðunnar.
Reynt var að blekkja notendur síðunnar. Ljósmynd/Skjáskot

Erlend netárás var gerð á vefinn Bland.is á fimmtudaginn í síðustu viku. Notendur síðunnar fengu fölsk skilaboð með tenglum í auglýsingar sem þeir höfðu sett inn og reynt var að blekkja þá til að gefa upp kortaupplýsingar sínar.

„Þarna höfðu óprúttnir aðilar fundið veikleika. Við virkjuðum viðbragðsáætlun okkar og öryggissérfræðingar okkar og frá Syndis gripu inn í. Nú er búið að koma í veg fyrir vandann,“ segir Kristín Gestsdóttir samskiptafulltrúi Sýnar, sem á og rekur Bland.is.

Bland.is hefur um árabil verið vinsæll vettvangur fyrir sölu á varningi og spjallborð vefsins hafa sömuleiðis notið vinsælda. Forveri vefsíðunnar var Barnaland.is sem sett var í loftið um aldamótin síðustu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert