Fannst með allt þýfið

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins.
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Grafarholti. Skömmu síðar var tilkynnt um annað innbrot í geymslur í öðru fjölbýlishúsi og fannst meintur innbrotsþjófur skammt frá með þýfið í fórum sér. 

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Olli eignarspjöllum og hafði uppi hótanir

Kona í annarlegu ástandi var handtekin eftir að hafa valdið eignaspjöllum og verið með hótanir í íbúð í Breiðholti. Konan verður vistuð í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hana.

Í Vesturbæ Reykjavíkur var tilkynnt um fjársvik. Lögreglan fór á vettvang og var málið leyst á staðnum. 

Þá var tilkynnt um innbrot í gáma í Hafnafirði. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert