Fyrsta skóflustungan að Ölfusárbrú

Áætlaður kostnaður við byggingu brúarinnar og tengda vegi er í …
Áætlaður kostnaður við byggingu brúarinnar og tengda vegi er í heild sinni 14,3 ma.kr., þar af er brúin talin kosta 8,4 ma. kr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála-, efna­hags- og innviðaráðherra tók fyrstu skóflu­stung­una að Ölfusár­brú fyrr í dag.

Við til­efnið und­ir­rituðu Berþóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, Sig­urður Ingi, og Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son for­stjóri ÞG Verks, verk­samn­ing vegna bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar.

Stefnt er að því að hleypa um­ferð á brúna árið 2028 sam­kvæmt  til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni. 

Sigurður Ingi tók fyrstu skóflustunguna.
Sig­urður Ingi tók fyrstu skóflu­stung­una. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Verður aust­an Sel­foss

Brúnni er ætlað að færa hring­veg­inn út fyr­ir þétt­býli Sel­foss. Nú­ver­andi Ölfusár­brú var reist fyr­ir tæp­um 80 árum en dag­lega fara um 14.500 öku­tæki um brúna.

Til stend­ur að reisa 330 metra langa og 19 metra breiða brú. Leggja þarf nýja veg­arkafla að og frá brúnni sem verður staðsett aust­an Sel­foss. 

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áætla 14,3 millj­arða í kostnað

Áætlaður kostnaður við bygg­ingu brú­ar­inn­ar og tengda vegi er í heild sinni 14,3 millj­arðar, þar af er brú­in tal­in kosta 8,4 millj­arðar.

ÞG Verk kem­ur að bygg­ingu brú­ar­inn­ar en verktak­inn hef­ur ráðið til sín hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­in Ram­boll og VSL til að aðstoða sig við bygg­ingu brú­ar­inn­ar. 

Fjár­magns­kostnaður (verðbæt­ur til verkloka og fram­kvæmda­fjár­mögn­un) vegna lán­töku er áætlaður 3,6 millj­arðar. Sam­tals er því heild­ar­kostnaður við verkið áætlaður um 17,9 millj­arðar sem ætl­un­in er að standa und­ir með gjald­töku af um­ferð, seg­ir í til­kynn­ingu. 

Skrifað undir við verktakann, ÞG verk.
Skrifað und­ir við verk­tak­ann, ÞG verk. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert