SOS Barnaþorpum á Íslandi barst á dögunum vegleg gjöf frá eldri borgara. Samtökunum hefur ekki borist hærri upphæð frá einum einstaklingi sem er á lífi en dæmi eru um háar upphæðir látinna einstaklinga úr erfðaskrám.
„Ég fékk fyrst skilaboð um að við hefðum fengið símtal frá banka á Vestfjörðum þar sem fram kom að einstaklingur vildi hitta okkur og styrkja starfsemina um leið,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa.
„Síðar birtist eldri maður hér á skrifstofunni hjá okkur, líklega á níræðisaldri, og kom með systur sinni en hann óskaði eftir því að funda með mér. Þar sagðist hann vilja gefa samtökunum framlag og rétti mér umslag. Í því var útprent frá Landsbankanum og þar kom fram að þessi maður ætlaði að gefa samtökunum 10 milljónir króna.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.