Kjarasamningar í byrjun árs hafi gefið tóninn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir ekki ráð fyrir því að samhljómurinn sem settur var í kjarasamningum í vor verði rofinn í þeim kjaradeilum sem nú standa yfir við opinbera starfsmenn.

Þetta kom fram í máli Ásgeirs á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þar sem nefndin gerði grein fyrir ákvörðun sinni um að lækka stýrivexti um 50 punkta.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, spurði peningastefnunefndina hvernig hún hefði gert ráð fyrir þeirri óvissu sem nú ríkti vegna kjaradeilna opinberra starfsmanna og mögulegum áhrifum þeirra á launaþróun í framtíðinni.

Tónninn settur í vor

Kjaraviðræður við kennara og lækna standa yfir núna. Læknar hafa boðað verkföll og kennarar eru í verkföllum.

Kennarar vilja að samkomulag sem var gert við þá árið 2016 verði virt sem felur í sér jöfnun launa á milli markaða. 

Ásgeir kvaðst gera ráð fyrir því að sá samningur sem gerður var í vor á vinnumarkaði hafi nokkurn veginn gefið tóninn sem muni verða á vinnumarkaði.

„Við erum alla vega ekki að gera ráð fyrir því að sá samhljómur sem settur var í þeim samningi verði rofinn. En það er í sjálfu sér alveg möguleiki, ég skal ekki segja til um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka