„Kæra fullorðna fólk“

Í myndskeiðinu eru skilaboð til fullorðinna og ráðamanna.
Í myndskeiðinu eru skilaboð til fullorðinna og ráðamanna. Ljósmynd/Skjáskot

Í tilefni Alþjóðadags barna í dag, sem markar 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fá börn og ungmenni um allan heim orðið og láta rödd sína og skoðanir heyrast.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. 

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi hefur í tilefni dagsins útbúið myndskeið með skilaboðum til fullorðinna hér á landi og ráðamanna um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert