Skallaði lögreglumann í andlitið

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Hverfisgötu var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var grunaður í öðru máli sem lögregla var að rannsaka.

Við afskipti lögreglunnar skallaði maðurinn lögreglumann í andlitið og var hann í framhaldinu handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Ógnaði húsráðendum

Einstaklingur var handtekinn utan við íbúðarhúsnæði þar sem hann hafði ruðst inn og ógnað húsráðendum. Hann var vistaður í fangageymslu þangað til að hann verður í ástandi fyrir skýrslutöku.

Lögreglan var kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst á vettvangi, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun.

Ökumaður stakk af

Lögreglan á Vínlandsleið var kölluð til vegna umferðaróhapps þar sem ökumaður hafði stungið af frá vettvangi. Hann fannst skömmu síðar og er sakaður um að stinga af frá slysstað ásamt akstri án ökuréttinda.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun. Ekki var hægt að leysa málið á vettvangi og var hinn grunaði því handtekinn og vistaður í fangageymslu þangað til að hægt verður að leysa málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka