Sprungan teygir sig í norðausturátt

Skjáskot úr vefmyndavél.
Skjáskot úr vefmyndavél.

Eldgosið sem braust út nú á tólfta tímanum kom upp suðaustan við Sýlingarfell og virðist gossprungan teygja sig í norðausturátt, eða í átt að Stóra-Skógfelli.

Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.

Aflögun sem mældist áður en eldgosið kom upp var mun minni en áður og voru merkin almennt veikari en í fyrri atburðum.

Jarðvísindamenn eru nú að reyna að átta sig betur á legu sprungunnar og er enn ótímabært að segja hvort eldgosið sé kraftmeira en gosin undanfarið ár á Reykjanesskaga.

Hér má sjá kort af svæðinu.
Hér má sjá kort af svæðinu. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert