Þórarinn: Tafir á höfuðborgarsvæðinu ekki minni

Langar raðir myndast gjarnan við Sæbraut í Reykjavík á álagstímum.
Langar raðir myndast gjarnan við Sæbraut í Reykjavík á álagstímum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason segir að tafir á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni séu ekki minni en í sambærilegum borgum ef litið er á árlegt tímatap á álagstíma og svokallaðan tafastuðul.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu en mbl.is birti frétt í síðustu viku undir fyrirsögninni „Minni tafir en í sambærilegum borgum“.

Sú frétt var byggð á grein­ing­um sem Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir, sam­göngu­verk­fræðing­ur hjá Eflu, vann út frá fljót­andi öku­tækja­gögn­um (TomTom) sem sýna meðal­ferðatíma og meðal­hraða á og utan há­anna­tíma. Bar hún höfuðborgarsvæðið saman við Bergen, Árósar og Malmö.

Meðalökuhraði ekki besti mælikvarðinn

Þórarinn segir aftur á móti að meðalökuhraði sé ekki góður mælikvarði til að meta umferðartafir því að samkvæmt þeim mælikvarða þá sé til dæmis „um­ferðartafa­borg­in“ Los Angeles með minni umferðartafir en Reykjavík.

Hann segir að á TomTom-listanum sé að finna tvo aðra mælikvarða sem betra sé að nota. Svokallaðan „Tafastuðul“, sem seg­ir til um hve miklu lengri tíma (%) bíl­ferðir taka sam­an borið við ferðatíma þegar eng­ar eru um­ferðartaf­irn­ar, og „árlegt tímatap á álagstíma.“

Ef tafastuðullinn er skoðaður þá eru umferðartafir áfram mestar á Árósarsvæðinu, höfuðborgarsvæðið kemur þar á eftir, svo Malmö og svo Bergen.

Árlegt tímatap mest á höfuðborgarsvæðinu

Ef skoðað er árlegt tímatap á álagstíma þá kemur fram að umferðartafir eru mestar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ökumenn tapa á hverju ári að meðaltali 44 klukkutímum á álagstíma, af fyrrnefndum borgum.

Árlegt tímatap er 40 klukkutímar á Árósa­svæðinu, 29 klukkutímar í Bergen og 26 klukkutímar í Malmö.

Greinin í heild sinni:

Á mbl.is 14. nóv­em­ber síðastliðinn birt­ist frétt með fyr­ir­sögn­inni „Minni taf­ir en í sam­bæri­leg­um borg­um“. Fjallað var um er­indi sem dr. Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir sam­göngu­verk­fræðing­ur flutti á morg­un­fundi sama dag hjá Vega­gerðinni. Berg­lind bar um­ferðartaf­ir í Rekj­a­vík sam­an við um­ferðartaf­ir í Ber­gen, Málmey og Árós­um, sem hún tel­ur vera sam­bæri­leg­ar borg­ir. Ég er ósam­mála því, einkum af tveim ástæðum.

Í fyrsta lagi þarf að bera sam­an borg­ar­svæðin (ekki bara borg­ina sjálfa). Á Ber­gensvæðinu búa 420 þúsund manns, 700 þúsund á Málmeyj­ar­svæðinu og 367 þúsund á Árósa­svæðinu. Skandi­nav­ísku borg­ar­svæðin eru því mun fjöl­menn­ari en höfuðborg­ar­svæðið með sína 244 þúsund íbúa.

Í öðru lagi er höfuðborg­ar­svæðið bíla­borg. Um­ferðartaf­ir í bíla­borg­um eru að jafnaði mun minni en í öðrum borg­um (heim­ild: Traffic Index, Selected Metropolit­an Areas | The Geograp­hy of Tran­sport Systems)

Sam­an­b­urður miðað við meðalöku­hraða

Berg­lind notaði „TomTom Traffic Index“ til að fá mat á um­ferðart­öf­um, Traffic Index rank­ing | TomTom Traffic Index . Matið er byggt á upp­lýs­ing­um úr fjölda leiðsögu­tækja á veg­um TomTom. Í upp­hafi hvers árs er birt mat TomTom á um­ferðart­öf­um tæp­lega 400 borga og er Reykja­vík þar á meðal. Gild­in sem Berg­lind notaði eru mat á um­ferðart­öf­um í miðborg viðkom­andi borg­ar.

Til þess að fá mat á um­ferðart­öf­um borg­ar­svæða þarf að smella á hnapp­inn „Metro area“ efst á TomTom-list­an­um. Þá verður niðurstaðan sú að um­ferðarástandið er verst í Árós­um, en best á höfuðborg­ar­svæðinu. Á Árósa­svæðinu tek­ur að meðaltali 15 mín­út­ur að aka 10 km og meðalöku­hraði á álags­tíma er 35 km/​klst. Á höfuðborg­ar­svæðinu tek­ur að meðaltali 12 mín­út­ur og 40 sek­únd­ur að aka 10 km og meðalöku­hraði á álags­tíma er 38 km/​klst.

Um­ferðartafa­borg­in Los Ang­eles

Eins og flest­um er kunn­ugt er Los Ang­eles þekkt fyr­ir mikl­ar um­ferðartaf­ir. Þar eru víða lang­ar biðraðir á álags­tíma. Ef við not­um meðalöku­hraða sem mæli­kv­arða á um­ferðartaf­ir, þá eru um­ferðartaf­ir á LA-svæðinu minni en á höfuðborg­ar­svæðinu!

Þar tek­ur að meðaltali 12 mín­út­ur og 10 sek­únd­ur að aka 10 kíló­metra og meðalöku­hraði á álags­tíma er 39 km/​klst. Skýr­ing­in er ein­fald­lega sú að þrátt fyr­ir lang­ar biðraðir á álags­tíma er meðalöku­hraði á LA-svæðinu til­tölu­lega hár vegna þess að þar aka menn gjarn­an á 120-130 km/​klst. hraða á hraðbraut­un­um í frjálsu um­ferðarflæði.

Aðrir mæli­kv­arðar á um­ferðartaf­ir

Á TomTom-list­an­um eru einnig til­greind­ir eft­ir­far­andi mæli­kv­arðar á um­ferðartaf­ir:

a) Taf­astuðull (e. congesti­on level %)

b) Árlegt tímatap á álags­tíma (e. time lost per year at rush hours)

Ég tel að mun betra sé að nota þessa mæli­kv­arða en meðalöku­hraða. Taf­astuðull borg­ar­svæðis seg­ir til um hve miklu lengri tíma (%) bíl­ferðir taka sam­an borið við ferðatíma, þegar eng­ar eru um­ferðartaf­irn­ar, sam­an­ber heim­ild­ina Traffic Index, Selected Metropolit­an Areas | The Geograp­hy of Tran­sport Systems.

Taf­astuðull er sí­breyti­leg­ur yfir dag­inn. Upp­gef­inn taf­astuðull hjá TomTom er dagsmeðaltal. Til skamms tíma var borg­un­um á TomTom-list­an­um raðað eft­ir taf­astuðlin­um.

Fyr­ir­tækið Inrix, sem einnig met­ur um­ferðartaf­ir, not­ar einkum ár­legt tímatap á álags­tíma sem mæli­kv­arða á um­ferðartaf­ir.

Við skul­um nú skoða hvernig röð borg­ar­svæðanna breyt­ist ef þess­ir mæli­kv­arðar eru notaðir. Smell­um fyrst á „Metro area“ til að fá allt borg­ar­svæðið. Síðan smell­um við á „Congesti­on level %“ sem er efst í viðkom­andi dálki. Þá verður niðurstaðan sú að um­ferðartaf­ir eru áfram mest­ar á Árósa­svæðinu þar sem taf­astuðull­inn er 23%. Hins veg­ar er taf­astuðull­inn á höfuðborg­ar­svæðinu 19%, en aðeins 16% á Málmeyj­ar­svæðinu og 13% á Ber­gensvæðinu.

Árlegt tímatap

Skoðum nú niður­stöðurn­ar miðað við ár­legt tímatap á álags­tíma. Smell­um á „Time lost per year at rush hours“ á TomTom-list­an­um. Göng­um úr skugga um að stillt sé á á „Metro area“. Þá verður niðurstaðan sú að um­ferðartaf­ir eru mest­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, þar sem öku­menn tapa á hverju ári að meðaltali 44 klst. á álags­tíma. Árlegt tímatap er 40 klst. á Árósa­svæðinu, 29 klst. á Ber­gensvæðinu og 26 klst. á Málmeyj­ar­svæðinu.

Miðað við þenn­an mæli­kv­arða trón­ir höfuðborg­ar­svæðið á toppn­um í sam­an­b­urðinum og er nr. 143 á TomTom-list­an­um. Það er mjög óeðli­legt að litla bíla­borg­in okk­ar sé á þess­um stað. Til fróðleiks er Los Ang­eles-svæðið nr. 105 á list­an­um með ár­legt tímatap upp á 50 klukku­stund­ir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert