Þrettán nýir veitingastaðir í Smáralind

Arkitektastofan Basalt arkitektar munu sjá um hönnun nýja veitingarýmisins, en …
Arkitektastofan Basalt arkitektar munu sjá um hönnun nýja veitingarýmisins, en stofan hannaði mathöllina á Hafnartorgi. Ljósmynd/Sindri Swan

Umfangsmiklar framkvæmdir eru hafnar í austurenda Smáralindar. Fasteignafélagið Heimar áætlar að 13 veitingastaðir komi til með að opna í Smáralindinni að framkvæmdum loknum. 

Breytingarnar eru sagðar hluti af stefnumörkun Heima um að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk sækir ólíka afþreyingu, segir í tilkynningu frá fasteignafélaginu.

Kannanir meðal íbúa og starfsmanna á svæðinu leiddu í ljós eftirspurn eftir frekari þjónustu á svæðinu. 

Hönnuðu mathöllina á Hafnartorgi

Arkitektastofan Basalt arkitektar munu sjá um hönnun nýja veitingarýmisins, en stofan hannaði mathöllina á Hafnartorgi.

Haft er eftir Baldri Má Helgasyni, framkvæmdastjóra viðskipta Heima, í tilkynningunni sem segir:

„Austurendi Smáralindar hýsti áður Vetrargarðinn og það svæði hefur nánast ekkert verið endurbætt frá upphafi Smáralindar. Við hönnun nýja veitingasvæðisins hefur mikil áhersla verið lögð á að skapa hlýlegt og glæsilegt umhverfi. Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingarflóra Smáralindar enn frekar þar sem veitingastöðum í Smáralind fjölgar, úrval veitinga verður fjölbreyttara og mun höfða til ólíkra hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá hröðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun.“

Hér má sjá áform arkitektastofunnar um nýja veitingarýmið: 

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert