Birta Hannesdóttir
Verið er að undirbúa rýmingu Grindavíkurbæjar vegna eldgossins sem hófst nú fyrir skemmstu. Gist var í um 50 húsum síðustu nótt.
Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við mbl.is.
Eldgos hófst við Stóra-Skógfell kl. 23.14 eftir að aukinnar jarðskjálftavirkni varð vart nærri Sundhnúkagígum.