Allt bílaplanið komið undir hraun

Ljósastaurar við enda plansins standa enn, en annars er allt …
Ljósastaurar við enda plansins standa enn, en annars er allt planið komið undir hraun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt bílaplan Bláa lónsins er nú komið undir hraun, utan nokkurra ljósastaura sem standa við enda þess sem áður var bílaplan. Þá virðist hraunið örlítið hafa dreift úr sér og fór meðal annars rétt í þessu yfir skilti sem vísaði gestum inn á bílaplanið.

Heldur hraunið áfram að renna meðfram varnargarðinum vestan við Bláa lónið.

Þessi mynd var tekin á fyrsta tímanum í dag. Þar …
Þessi mynd var tekin á fyrsta tímanum í dag. Þar er bílaplanið að stórum hluta komið undir hraun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um er að ræða helstu bíla­stæði Bláa lóns­ins og eru þar stæði fyr­ir um 350 bíla auk rútu­stæða. Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu hjá Bláa lón­inu, sagði fyrr í dag við mbl.is að meta þyrfti aðkomu að Bláa lón­inu þegar þar að kem­ur og þá hvort mögu­leik­ar séu á að nýta annað aðgengi fyr­ir aðkomu­bíla.

Aðeins um klukkustund áður en hraunið var komið yfir planið …
Aðeins um klukkustund áður en hraunið var komið yfir planið var staðan svona. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ómögu­legt að segja til um tjónið á þess­um tíma­punkti en við mun­um sjá þetta bet­ur þegar fram líða stund­ir og þá hvernig hægt verður að bregðast við. Það eru ein­hverj­ir bíla­stæðamögu­leik­ar við lónið en við þurf­um að skoða það bet­ur í fram­hald­inu,“ sagði Helga.

Fylgjast má með framgöngu hraunsins á vefmyndavél af Þorbirni hér fyrir neðan.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert