Gasdreifingarspá vegna eldgossins

Myndin sýnir hvar megi búast við gasmengun í dag.
Myndin sýnir hvar megi búast við gasmengun í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gasmengun berst til suðurs og vesturs af gosstöðvunum og er líklegt að gasmengunar verði vart í Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbæ.

Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23.14 í gærkvöld, það sjötta á þessu ári og það sjöunda á gígaröðinni.

Á vef Veðurstofunnar segir að gasmengun geti alltaf farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Mökkurinn leggst undan vindi. Þá segir að gasmengun berist einnig frá hraunbreiðunni vegna afgösunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert