Gossprungan sem opnast hefur milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells er áætluð 2,5 km löng.
Jarðvísindamenn áætla að eldgosið sé minna en það sem braust út í ágúst, miðað við stöðuna núna.
Á myndum sem teknar voru úr eftirlitsflugi með Landhelgisgæslunni má sjá hraunstrauminn úr sprungunni.