Kona myrt á 10 mínútna fresti

Ljósagangan fer fram mánudaginn á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn …
Ljósagangan fer fram mánudaginn á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Ljósmynd/Sterk saman

„Á tíu mínútna fresti er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir“ er yfirskrift ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár.

Ljósagangan fer fram mánudaginn 25. nóvember kl. 17, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Dagurinn markar jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands og fjölda annarra félagasamtaka.

Áhersla átaksins er á kvennamorð (e. femicide) sem eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum.

Fleiri en 51 þúsund myrtar árið 2023

Árið 2023 voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið slíkum glæpum. Ekki einu sinni Ísland.

86% kvenna og stúlkna búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi en 1 af hverjum 4 kvenna og stúlkna búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi.

Gangan hefst klukkan 17 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, þaðan sem gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg. Göngunni lýkur á Bríetartorgi með stuttri samverustund þar sem Söngfjelagið flytur nokkur falleg lög og boðið verður upp á heitt kakó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert