Kort af áætlaðri staðsetningu sprungunnar

Horft í átt að eldgosinu frá Hafnarfirði.
Horft í átt að eldgosinu frá Hafnarfirði. mbl.is/Eyþór

Veðurstofan hefur útbúið kort sem sýnir áætlaða staðsetningu gossprungunnar.

Eldgos á Reykjanesskaga braust út klukkan 23.14 á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells en fyrstu merki um kvikuhlaup komu fram klukkan 22.30 þegar smáskjálftahrina hófst.

Hefur sprungan nú teygt sig í norðausturátt. 

Enginn straumur í átt að Grindavík

Fyrstu fréttir af hraunrennsli benda til þess að hraunstraumur renni í vestur og liggi sunnanvert í Stóra-Skógfelli, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Enginn hraunstraumur sést í átt að Grindavík.

Stíf norðanátt er þó á svæðinu sem beinir gasmengun suður á bóginn yfir bæinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka