Rýmingu lokið: Tímasetningin kom mörgum á óvart

Búið er að rýma bæinn.
Búið er að rýma bæinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að rýma Svartsengissvæðið og Grindavíkurbæ, að sögn Einars Sveins Jónssonar,  slökkviliðsstjóra slökkviliðs Grindavíkur.

„Slökkviliðið var að ljúka við rýmingu bæjarins og Svartsengissvæðisins. Það er orðið tómt og frágengið,“ segir hann.

Gekk vel

Hvernig gekk rýmingin?

„Hún gekk áfallalaust fyrir sig. Það sem skiptir máli er að menn fari sér ekki að voða. Bæjarbúar sem búa í bænum við þessar aðstæður eru orðnir svolítið reyndir í rýmingu. Þannig það gekk slysalaust fyrir sig,“ svarar hann.

Hann er ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir þurftu að rýma.

Hann segir að tímasetning eldgossins hafi komið mörgum á óvart en að allir hafi áttað sig á því um hvað málið snérist þegar lúðrarnir fóru af stað og rýming hófst. 

Einar Sveinn slökkviliðsstjóri.
Einar Sveinn slökkviliðsstjóri. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert