Um 200 manns rýmdu lónið

Um 200 manns voru í lóninu þegar rýming hófst.
Um 200 manns voru í lóninu þegar rýming hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýmingu er lokið í Bláa lóninu.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu, segir í samtali við mbl.is að rýming hafi gengið vel og að gestir hafi sýnt góðan skilning. 

Í kringum 200 manns voru í lóninu þegar rýming hófst og voru þeir flestir gestir á hótelinu. Allir gestir eru komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima. 

Loka lóninu á morgun

Rýming hófst í Bláa lóninu og í Grindavíkurbæ rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld eftir að ljóst varð að eldgos væri að hefjast á Reykjanesskaga. 

Eldgosið hófst skömmu síðar eða klukkan 23.14.

Bláa lóninu verður lokað á morgun og verður staðan metin í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert