Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn

Frá Grindavíkurvegi í nótt.
Frá Grindavíkurvegi í nótt. mbl.is/Eyþór

Verulegar líkur eru taldar á að hraun renni yfir Grindavíkurveg. Hætta er þó ekki talin steðja að Svartsengisvirkjun.

Þetta hefur ríkisútvarpið eftir Jóni Hauki Steingrímssyni, jarðverkfræðingi hjá verkfræðistofunni Eflu.

Segir hann að Njarðvíkuræð sé einnig talin nokkuð vel varin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert