17% ánægð með störf Einars

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Eyþór

Sautján prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, að því er fram kemur í nýjum Borgarvita Maskínu. 

Þá segja 22% aðspurðra meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig vel á meðan 49% segja að hann hafi staðið sig illa. Í könnun sem var framkvæmd í ágúst sögðust 18% meirihlutann hafa staðið sig vel á meðan 49% sögðu hann hafa staðið sig illa. 

Graf/Maskína

Alls segjast 13% borgarbúa minnihlutann hafa staðið sig vel á meðan 49% segja að hann hafi staðið sig illa. 

Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna mælist nú 50,9% en var 55,8% í kosningunum fyrir tveimur árum. 

Graf/Maskína

Flestir ánægðir með Sönnu

Þá er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sá borgarfulltrúi sem borgarbúa segja að hafi staðið sig best (25% stuðningur). Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, kemur næstur á eftir (21%), þá Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins (14%), og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og núverandi borgarstjóri (6%), í því fjórða. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. mbl.is/María
Graf/Maskína


Flestir myndu kjósa Samfylkinguna 

Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag þá myndu 25% kjósa Samfylkinguna, 23,4% Sjálfstæðisflokksins, 14,9% Viðreisn og 10,4% Sósíalistaflokkinn. 

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri með búsetu í Reykjavík. Könnunin fór fram frá 8. til 20. nóvember 2024 og voru svarendur 1.096 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert