Alþjóðastarfið mætir afgangi

Vilborg Ása Guðjónsdóttir stjórnmálafræðingur.
Vilborg Ása Guðjónsdóttir stjórnmálafræðingur. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þingmenn hafa fáa jákvæða hvata til þess að taka þátt í alþjóðastarfi Alþingis jafnvel þótt alþjóðastarfið feli í sér sum af þeim verkefnum sem skipta framtíð landsins hvað mestu máli. Þá er enn sterk sú ímynd að alþjóðastarfið feli í sér einhvers konar hlunnindi fyrir viðkomandi þingmenn og að utanlandsferðir vegna þess séu frekar skemmtiferðir en vinnuferðir.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumniðurstöðum doktorsrannsóknar sem stjórnmálafræðingurinn Vilborg Ása Guðjónsdóttir er nú að vinna. Vilborg, sem starfaði m.a. við alþjóðastarf Alþingis á árunum 2012-2018, mun þar bera saman viðhorf þingmanna á Íslandi, Noregi og á Spáni til alþjóðastarfsins og hvernig þingmenn nýta sér það til að hafa áhrif á stefnumótun heima fyrir. Þá kannar hún um leið hvernig alþjóðastarfið er tengt öðrum störfum þjóðþinga þessara ríkja.

„Margt af því sem er gert í alþjóðastarfinu snýr í raun og veru að innanlandsmálunum, þannig að það er mikil þekking og innsýn sem þingmenn geta fengið með því að sinna því,“ segir Vilborg og bætir við að það hjálpi þingmönnum einnig við að mynda tengsl við kollega sína erlendis. Allt þetta geti svo nýst heima fyrir til þess að bæta lagasetningu og stefnumótun og efla utanríkisstefnuna.

Fara í felur með starf sitt

Í könnun Vilborgar kemur fram að kjósendur hafa oft frekar neikvætt álit á alþjóðastarfinu og þá kannski ekki síst þeim vinnuferðum sem því tengjast.

„Ég velti fyrir mér hvort þetta eigi rætur að rekja til þess tíma þegar það var erfitt og mjög dýrt að fara í utanlandsferðir og fólk fór ekki nærri því eins oft til útlanda og það gerir í dag. Þar af leiðandi sé tilfinningin sú að ef þú sért að fara af landi brott, þá sé það í langþrátt frí og jafnvel einhvers konar lúxus,“ segir Vilborg og bætir við að þetta viðhorf sé ekki að finna í jafnríkum mæli í öðrum ríkjum Evrópu, sem megi mögulega rekja til þess að það er erfiðara að ferðast héðan til annarra ríkja en t.d. á meginlandi Evrópu.

Nánar er rætt við Vilborgu í Morgunblaðinu í gær, 21. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert