Ekki alltaf sammála Svandísi

Sem landlæknir hefur Alma D. Möller lagt til við heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónustu verði útvistað til einkaaðila.

Hún var ekki alltaf sammála ákvörðunum Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í þessum efnum.

Að mati Ölmu á að útvista þjónustu ef ríkið getur ekki sinnt henni. „Ég stend ekki í vegi fyrir því að hlutum sé útvistað,“ segir Alma sem skipar oddvitasæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Alma er heilbrigðisráðherraefni Samfylkingar. Hún segir margt gott hafa verið gert í heilbrigðiskerfinu í tíð Svandísar og Willums Þór Þórssonar.

Hún segir þó þjónustu við aldrað fólk vera ábótavant. Brýnt sé að byggja upp hjúkrunarheimili og þjónustu við aldraða.

„Það er ekki nóg að byggja upp hjúkrunarheimili því við þurfum líka að byggja undir þjónustu þannig að aldrað fólk geti verið heima eins lengi og mögulegt er,“ segir Alma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert