„Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist hafa verið að lýsa því aug­ljósa sem all­ir hafa séð að það sé ekki búin að vera mik­il stemn­ing í stjórn­ar­liðinu þótt það sé allt í góðu við rík­is­stjórn­ar­borðið.

Þetta sagði Sig­urður Ingi við mbl.is eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un en í aug­lýs­ingaþætti sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fram­leiddi seg­ir hann að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi á ein­hvern hátt verið stjórn­laus á síðara hluta kjör­tíma­bils­ins og stöku þing­menn flokks­ins verið í stjórn­ar­and­stöðu og hafi kom­ist upp með það.

„Ein­staka þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa farið gegn stjórn­ar­frum­vörp­um trekk í trekk og það hef­ur blasað við mér að það er á mörk­un­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, eins öfl­ug­ur og hann hef­ur alltaf verið, er varla stjórn­tæk­ur bú­inn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann rík­is­stjórn­ina,“ seg­ir Sig­urður Ingi við mbl.is.

Spurður hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verði stjórn­tæk­ur eft­ir kosn­ing­arn­ar seg­ir Sig­urður Ingi:

„Það verður að koma í ljós. Ekki veit ég það.“

Gæt­ir þú hugsað þér að starfa með Sjálf­stæðis­flokkn­um?

„Við störf­um að sjálf­sögðu með öll­um þeim sem við eru til­bú­in að ná sam­komu­lagi um að vinna eft­ir en það sam­komu­lag verður auðvitað að halda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert