Virknin í eldgosinu er nokkuð stöðug og virðist ekki hafa dregið sérstaklega úr krafti þess í nótt.
Hraunið kemur aðallega upp úr þremur gígum í sprungunni og rennur það að mestu til vesturs. Einnig rennur það til norðurs en í mun minna mæli, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Hraunið virðist renna á sama hraða og í gær.
Norðaustanátt verður í dag og blæs mengun frá gosinu yfir Grindavík og út á sjó.