Íbúð í Kópavogi reykræst

Slökkviliðið fór á vettvang á ellefta tímanum í morgun.
Slökkviliðið fór á vettvang á ellefta tímanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í fjölbýlishús í Kópavogi á ellefta tímanum í morgun eftir að pottur hafði verið skilinn eftir á eldavél.

Að sögn varðstjóra var íbúðin, sem var mannlaus, reykræst.

Enginn eldur kviknaði vegna óhappsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert