Ný könnun í Spursmálum: Er Sigurður Ingi fallinn?

Orri Páll Jóhannsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Nanna Gunnlaugsdóttir eru …
Orri Páll Jóhannsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Nanna Gunnlaugsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins rær nú lífróður til að halda hinum 108 ára gamla flokki sínum inni á þingi. Hann er gestur Spursmála að þessu sinni.

Þátturinn fer í loftið kl. 14:00 hér á mbl.is

Þar verður einnig kynnt glóðvolg könnun úr smiðju Prósents og mun Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra fara yfir stöðuna ásamt Stefáni Einari.

Þingmaður og tveir frambjóðendur

Fréttir vikunnar verða svo krufnar með þeim Orra Páli Jóhannssyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinanr græns framboðs og Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur sem vermir annað sætið á lista Miðflokksins.

Fylgist með á mbl.is þegar vikan verður gerð upp og ný mynd teiknast upp af því hver staða flokkanna er, nú þegar aðeins átta dagar lifa af stuttri og snarpri kosningabaráttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert