Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Árni Sæberg

Nyrstu hrauntungurnar úr eldgosinu í Sundhnúkagígum hreyfast hægt, en hafa dreift úr sér norðan Stóra-Skógfells og skríða ofan á og meðfram hrauninu sem rann þar í ágúst.

Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Von er uppfærðu hættumati vegna eldgossins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert