Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028

Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú …
Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú jörð stendur við hlið Litla-Hrauns, þar sem nú er stærsta fangelsi landsins. Tölvumynd

Gert er ráð fyrir kostnaði við byggingu nýs fangelsis á Stóra-Hrauni upp á 14,4 milljarða króna í gildandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áformað er að framkvæmdir hefjist í maí á næsta ári. Mannvirkið á að vera tilbúið í lok árs 2028. Verkefnið var kynnt á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag.

„Þegar ég kom í dómsmálaráðuneytið á síðasta ári var búið að ákveða að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem kosta áttu nokkra milljarða, enda húsakosturinn þar í mjög lélegu standi. Þegar hefja átti verkið kom í ljós að húsin voru í miklu verra ástandi en gert hafði verið ráð fyrir og ekki myndi svara kostnaði að gera við þau. Það væri í raun eins og að kveikja í peningum. Þá tók ég ákvörðun um að byggt yrði nýtt fangelsi og ég vildi gera það hratt, enda höfum við fengið athugasemdir um ástand bygginganna frá erlendum og innlendum eftirlitsstofnunum. Ég tel því ekki hægt að bíða lengur, en það hefur verið talað um það í 20 ár að byggja þyrfti nýtt fangelsi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert