Skýr vilji til að ganga í ESB

Sigmar Guðmundsson, sem skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kraganum, segir að vextir og verðbólga brenni mest á fólki sem hann og meðframbjóðendur hans ræða við. Hann segir skýrt að stefna Viðreisnar sé að ganga í Evrópusambandið og leyfa fólki að kjósa um aðild.

Hann efar það að nokkur flokkur muni setja það sem skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Sigmar segir að það þurfi að taka til í ríkisrekstrinum og nefnir sem dæmi að hægt sé að spara í innkaupum ríkisins um 10%, sem myndi spara milljarða.

„Það er hægt að selja eignir eins og í fjármálafyrirtækjunum,“ segir hann og nefnir að klára söluna á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum.

Hann segir að það sé ekki hægt að hækka skatta á fólk og fyrirtæki, sem hann segir Samfylkinguna boða. Hann viðurkennir að hann væri til í að sjá að þeir sem „mengi“ meira borgi meira og að veiðigjöld verði hækkuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert