Teknir við akstur undir áhrifum

Lögreglan sinnir eftirliti, aðstoðar borgaranna og passar upp á að …
Lögreglan sinnir eftirliti, aðstoðar borgaranna og passar upp á að umferðin gangi þannig fyrir sig að fólki sé sem minnst hætta búin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laganna verðir af lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, handtóku í gærdag ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess sem hann var án gildra ökuréttinda. Var hann fluttur á stöð í hefðbundið ferli slíkra mála.

Undir verkefni lögreglustöðvar 3, Kópavogs og Breiðholts, féll hraðaksturseftirlit og var einn ökumaður gripinn á 89 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar miðað við klukkustund.

Farsímanotkun og meiri víma

Annar var sektaður fyrir notkun farsíma við akstur sem mörgum ökumanninum hefur orðið hált á síðan þessi nýju fjarskiptatæki héldu innreið sína í mannlega samskiptaflóru á öldinni sem leið.

Sá fjórði sem hér segir af var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess að vera án gildra ökuréttinda. Var sá fluttur á lögreglustöð í áðurnefnt hefðbundið ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert