Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Viðreisn mæl­ist nú með mesta fylgið þegar aðeins átta dag­ar eru til kosn­inga. Sam­fylk­ing­in tap­ar miklu fylgi á milli vikna og Fram­sókn mæl­ist út af þingi.

    Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Pró­sents sem er unn­in fyr­ir Morg­un­blaðið og var kynnt fyr­ir skömmu í Spurs­mál­um. 

    Viðreisn mæl­ist með 22% sem er á pari við það sem flokk­ur­inn mæld­ist með fyr­ir viku síðan.

    Sam­fylk­ing­in tap­ar miklu fylgi

    Sam­fylk­ing­in tap­ar hins veg­ar 4,1 pró­sentu­stigi á milli vikna og mæl­ist nú með 18,3% fylgi. Fylg­is­mun­ur­inn á flokk­un­um er þó áfram inn­an skekkju­marka. 

    Göm­ul skrif Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar á blogg­inu „Þess­ar elsk­ur“, sem haldið var uppi af hon­um og fé­lög­um á ár­un­um 2004-2007, voru dreg­in fram í þætti Spurs­mála á mbl.is á þriðju­dag í síðustu viku.

    Í kjöl­farið til­kynnti hann að hann myndi ekki þiggja þing­sæti ef hann yrði kjör­inn.

    Flokk­ur fólks­ins stærri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

    Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 13,5% fylgi en fyr­ir viku síðan mæld­ist flokk­ur­inn með 15,5% fylgi og tap­ar því tveim­ur pró­sentu­stig­um.

    Flokk­ur fólks­ins sæk­ir í sig veðrið á milli vikna og mæl­ist nú með 12,5% fylgi.

    Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með álíka mikið fylgi og fyr­ir viku síðan og mæl­ist með 11,5% fylgi. 

    Sósí­al­ist­ar mæl­ast inn á þingi

    At­hygli vek­ur að Pírat­ar taka mikið stökk á milli vikna og flokk­ur­inn mæl­ist nú með 6,7% fylgi eft­ir að hafa mælst með 3,4% fylgi fyr­ir viku síðan. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn mæl­ist með 6,4% fylgi og næði einnig inn á þing.

    Stjórn­ar­flokk­arn­ir Fram­sókn og Vinstri græn mæl­ast hvor­ug­ir inn á þingi. Fram­sókn mæl­ist með 4,4% fylgi og Vinstri græn mæl­ast með 3% fylgi. 

    Lýðræðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 1% fylgi. 

    Hér má sjá stöðuna samkvæmt könnun Prósents.
    Hér má sjá stöðuna sam­kvæmt könn­un Pró­sents. mbl.is/​Hall­ur Már
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert