Oddvitaviðtöl við oddvita allra framboða í Suðvesturkjördæmi birtast á mbl.is í dag, þar sem þeir eru bæði inntir eftir stöðunni í kosningabaráttunni og helstu kosningamálum, bæði sinna flokka og miðað við undirtektir kjósenda.
Þessa dagana birtast á mbl.is viðtöl við alla oddvita framboða í öllum kjördæmum landsins til alþingiskosninga. Það eru blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, sem ræða við oddvitana 61. Þá eru birtir útdrættir úr viðtölunum á síðum Morgunblaðsins sama dag og þau birtast á mbl.is.
Þó umgjörð viðtalaraðanna séu viðtöl við oddvita flokka í kjördæmunum, þá er sú undantekning þó gerð, að þegar formaður flokks leiðir listann er næsti maður á lista tekinn tali. Ýtarlegri viðtöl við formennina eru birt í Spursmálum fram að kosningum.
Morgunblaðið ræddi við oddvita flokkanna í Suðvesturkjördæmi í Hádegismóum. Efnahagsmálin báru á góma en ljóst er að vextir og verðbólga eru ofarlega í hugum kjósenda.
Hér að neðan má sjá öll viðtölin í stafrófsröð eftir listabókstaf framboða.
Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkur
Sigmar Guðmundsson Viðreisn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkur
Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins
Hrafnhildur Sigurðardóttir Lýðræðisflokkur
Bergþór Ólason Miðflokkur
Gísli Rafn Ólafsson Píratar
Alma D. Möller Samfylking
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn
Davíð Þór Jónsson Sósíalistaflokkur
Davíð Þór mætti ekki til viðtals er rætt var við oddvita flokkanna í Suðvesturkjördæmi.