„Gengið vel“ að verja rafmagnsmastrið

Vinna hófst í gær við að hækka varnargarða.
Vinna hófst í gær við að hækka varnargarða. Ljósmynd/Landsnet

Áfram er unnið að hækkun varnargarðs í kringum rafmagnsmöstur við Svartsengi. Unnið verður áfram fram eftir degi og næstu skref svo metin.

Brunavarnir Suðurnesja voru að til klukkan 23 í gærkvöldi við að kæla niður hraun til að stöðva rennsli að mastrinu og hófst svo vinna við að hækka varnargarð í kringum mastrið.

„Það gekk bara vel. Í morgun héldum við þessari vinnu áfram, ekki að kæla heldur að ýta efni að stæðunum og sú vinna hefur staðið yfir í dag og hefur gengið vel,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

„Við munum halda áfram eitthvað fram eftir degi og svo munum við taka stöðuna á hver næstu skref verða hjá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka